Fundargerð stjórnarfundar 24.01.2022
Mættir eru: Bjarki Eiríks, Haraldur Gunnar Helgason, Valur Gauti Ragnarsson, Jóhann Þórir Jóhannsson, Kristinn Valur Harðarson og Magnús Ragnarsson
Fundarefni:
- Staða leirdúfuvallar. Það liggur fyrir að leirdúfuvélar á skeet velli eru orðnar það lélegar að þær uppfylla ekki þær kröfur að völlurinn sé æfinga eða keppnishæfur í skeet. Önnur vélin skýtur dúfunum mjög ójafnt og dúfurnar brotna mikið. Keyptir voru varahlutir frá Danmörku, og fekkst aðeins hluti þeirra, þar sem vélarnar voru framleiddar 1989 og ekki fást lengur varahlutir í þær.
Höfum við skoðað nýjar velar frá Promatic en þeir eru meðal fremstu framleiðenda á leirdúfuvélum í heiminum. Verð á innfluttum búnaði hefur hækkað mikið í covid faraldrinum og þessi búnaður með talin. Reiknað er með að skeet signature vélar kosta um 1.800.000 en þær eru viðurkenndar keppnisvélar af alþjóða skotsambandinu, skeet pro er á um 1.600.000 en hún er ekki vottuð en hefur verið notið hérlendis á mótum.
Töluverður munur er á stillimöguleikum og einfaldleika. Skoða verður hvernig félagið getur fjármagnað vélar, en mikilvægt er að félagið getur farið inn í nýtt ár með starfhæfan leirdúfuvöll, þar sem meginþorri iðkenda stundar haglagreinar og æfingar tengt því.
Rannís styrkti félagið um 250.000 til lagfæringar á leirdúfuvelli.- Lagt til að gjaldkeri geri rekstraráætlun og fá kjör í lán uppá 1.500.000 til að leggja fram á næsta stjórnarfundi. Samþykkt
- Setja markmið að klára plötu riffillhúss fyrir vorið. Halda þarf 2-3 starfsdaga til að ná að klára það markmið. Einnig þarf að áætla kostnað við þann hluta. Að hafa tilbúna plötuna opnar á mótahald og æfingar í sumar og haus og er gríðarlega mikilvægt. Reikna má með að kostnaður við þann hluta sem eftir er, sé nálægt 1 miljón, en mikilvægt er að félagsmenn komi sem mest að vinnunni til að ná sem mestri hagræðingu fram.
- Ákveða dagssetningu aðal funds.
- 15. Mars 2022 samþykkt
- Stjórn skipti með sér verkum við að búa til persónuverndarstefnu, siðareglur félagins, markmið félagsins og skipurit.
- Stjórnarmenn áhugasamir og verður farið í þessu vinnu.
- Mótanefnd kynnir drög að mótaskrá ársins 2022
- Margar góðar hugmyndir, þurfum að auglýsa eftir áhugasömum félagsmönnum til að koma til aðstoðar. Mótanefnd mun svo fullklára mótaskrá
- Farið yfir fyrirhugaðar styrkbeiðnir á árinu. Ekki fekkst styrkur fyrir leirdúfuvelli frá héraðsnefndinni á síðasta ári. Þarf félagið að vinna í að sækja um styrki fyrir stofnun æskulýðsstarfs, lagfæringar á leirdúfvelli og byggingu riffill húss. Verður árið þungt fjárhagslega en langtíma ávinningur af þessum verkefnum verður mikill.
- Reglur um umsóknarferli D-leyfis hjá félaginu. Setja reglur hvernig ferlinu er háttað. Meginreglan að stjórn tekur umsóknir fyrir á stjórnarfundum og fjallar um þær í samræmi við reglugerð.
- Samþykkt
- Sportabler, skil ársskýrslu í því í ár, ekki búið að kynna. Getur Sportabler nýst félaginu en verð fékkst í það. Það getur seð um innheimtu bæði félagsgjalda og fyrir viðburði eða annað eins og leirdúfuhringi.
- Verður skoðað nánar síðar.
- Önnur mál
- Engin önnur mál
- Fundi slitið