Fundur haldin á Teams 20:30
Mættir eru: Valur Gauti, Jóhann Þórir, Bríet Berndsen, Haraldur Gunnar Helgason, Viðar Rúnar, Bjarki Eiríksson og Magnús Ragnarsson
Dagsskrá:
- Kaup á loftbyssu vegna starfsemi loftsals, Hammerli AP20
- Stjórn samþykkir kaup á skammbyssu og mun formaður fara í að kaupa byssu.
- Kaup á leyfi MLView til að birta skotskífur á skjá í skotsal. 720 evrur.
- Samþykkt
- Kaup á loftskotum, skoðað að taka mikið magn beint að utan.
- Samþykkt að kaupa 50.000 skot
- Kaup á byssuskáp til að geyma loftbyssur í loftsal og öryggismyndavél.
- Samþykkt að kaupa skáp og myndavél fyrir salinn.
- Sala á stórri búnaðartösku
- Samþykkt að auglýsa töskuna til sölu.
- Aðalfundur 2023 – lagabreytingar
- Lagt til að aldur til að greiða félagsgjald verði greitt eftir 20 ára aldur.
- Lagt til að stjórn geti breytt félagsgjaldi og gjaldskrá og það sé ekki bundið við aðalfund.
- Farið yfir unglinga og barnastarfið sem er í gangi
- 7 krakkar mæta á æfingar í ungliðaflokki, 6-9 ára, 14 mæta á æfingar í ungliðaflokki 10-14 ára og 3 mæta á æfingar í unglingaflokki 15-20 í loftskammbyssu.
- Minnisblað frá sveitarfélögum vegna fundar um Íþróttamál
- Stjórn kynnt minnisblaðið
- Staða á riffilhúsi og fyrirhugaðar framkvæmdir þar.
- Næsta skref að fylla í sökkull og steypa plötu. Eftir það verður staðan tekin með framhaldið.
- Formleg opnun loftsals.
- Dagssetning ákveðin síðar.
- Fulltrúar á héraðsþing HSK og bogfimiþing
- Fulltrúi ákveðin á þingi fyrir HSK og auglýst verður eftir áhugasömum í bogfiminefnd.
- Önnur mál
- Ekki fleiri mál á dagsskrá.
Fundi slitið 21:30