Stjórnarfundur 31.03.2023 kl. 20:30, haldin á Teams
Mættir eru: Jóhann Þórir Jóhannsson, Magnús Ragnarsson, Valur Gauti Ragnarsson, Haraldur Gunnar Helgason og Bjarki Eiríksson
Dagsskráefni:
- Stjórn skiptir með sér verkum
- Stjórnarskipting óbreytt frá fyrri stjórn
- Styrkur frá Hótel Stracta fyrir bogfimideild
- Bjarki kynnir að Hótel Stracta ætli að styrkja félagið um þrjá sveigboga. Stracta fær að setja upp auglýsingaskilti hjá félaginu. Félagið er þakklátt fyrir þennan styrk og er Bjarka falið að ganga frá kaupum á bogum.
- Stuðningur stjórnar til framboðs Magnúsar Ragnarssonar til aðalstjórnar STÍ
- Stjórn styður framboð Magnúsar til framboðs í aðalstjórn Stí.
- Gömlu leirdúfuvélarnar
- Lagt er til að JaðarklúbburinnVíkursport fái gömlu Duematic leirdúfuvélarnar til að byrja starfið hjá sér. Vélarnar eru ekki í mjög góðu standi en hægt að nýta þær og ef þær nýtast til að koma af stað íþróttastarfi þá er það til góðs. Samþykkt samhljóma.
- Umsókn um D leyfi tekin fyrir
- Umsækjandi uppfyllir skilyrði og samþykkir stjórn umsókn. Gjaldkera gert að ganga frá umsókn.
- Staða á samningum við sveitarfélög.
- Sveitastjórn Rangárþings hefur samþykkt að farið verið í samninga við félagið sbr. Bókun þess efni: Skotfélagið Skyttur óskar eftir samning til barna- og unglingastarfs. HÍÆ nefnd felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að útbúa drög að þjónustusamningi í samráði við Skotfélagið Skyttur. Lagt er til að samningurin verði út árið 2023.
- Jafnframt hefur Ásahreppur samþykkt að fara í samningsgerð við skotfélagið og á eftir að hefja viðræður við þá.
- Ekkert svar hefur borist frá Rangárþingi – Ytra.
- Önnur mál
- Bjarki leggur fram tillögu um kaup á barnaboga eða bogum til að hefja barna og unglingastarf í bogfimi. Bjarka falið að fá verð í þann búnað og kynna fyrir stjórn á næsta stjórnarfundi.
- Ritara falið að halda utan um persónuupplýsingar stjórnarmanna og þjálfara félagsins.
- Ekki fleiri mál. Fundi slitið kl. 21:00