Loftskammbyssa (AP60) er gríðarlega vinsæl skotgrein, og er ein af aðalgreinum alþjóðaskotsambandsins (ISSF)
AP60 stendur fyrir Air Pistol 60, en þar er vísað í að það er skotið 60 skotum í keppni.
Byssan
Í loftskammbyssu er skotið með lofknúinni skammbyssu á 10 metra færi. Loftbyssan er einskota, oftast með þrýstiloftkút sem er með að allt að 200 bara þrýstingi. Skotið er 4.5 mm (cal .177) blýbikar sem fer á um 150 m/s og er hámarksslakkraftur 7.5 Joule. Skammbyssan er yfirleitt með sérstökum anatomiskum skeptum sem mega ekki hylja ulnlið og stillanleg opin sigti. Þyngd gikks má ekki vera minni en 500 gr.
Yifrleitt er fyllt á þrýstikútinn með kafarakút sem er á æfingasvæðunum.
Til að eignast loftskammbyssu þarf D-leyfi á Íslandi. Iðkenndur frá 15 ára mega æfa á viðurkenndum skotsvæðum með byssu skotfélags.
Skotmarkið
Skotmörkin eru annaðhvort pappírsmörk eða rafskífur, þar sem nemar skynja hvar skotin lenda og það birtist á skjá við hlið skotmanns ásamt heildarstigum. Talið er í heilum stigum í mótum, nema í svokölluðum final þar sem stigin eru talin í hundraðslhlutum. Efra stigið telur, en það þýðir að ef skotið snertir hring með hærra stigi telur það.
Annar búnaður
Gjarnan eru notuð skotgleraugu, eða leppur yfir veikara auga, til að hægt sé að hafa veikara auga opið án þess að það trufli augað sem miðar, der til að minnka ljósmagn af lýsingu og svo sérstakir skotskór, með flötum botni til að skotmaður sé stöðugri.
Mót og æfingar
Skotið er á skotmark sem er svartur punktur og er stigagjöf 0 -10 stig fyrir hvert skot, en skotið er 60 skotum í móti og mesta sem hægt er að fá eru 600 stig. Tími til að skjóta 60 skotum eru 1 klst og 15 mínútur.
Keppt er í karla (AP60M), kvenna(AP60W) og unglingaflokki (AP60MJ og AP60WJ) í þessum greinum.
Iðkendur eru á öllum aldri og mega unglingar byrja 15 ára að stunda greinina hérlendis en algengur aldur erlendis er 12 ára eða yngra.
Keppt er í þessari grein á landsmótum og Íslandsmeistaramótum hérlendis, og á evrópu og heimsmeistaramótum en síðast en ekki síst á ólympíuleikum. Keppendur geta skotið sig upp um flokka og keppa þeir innan sinna flokka á Íslandsmótum. Flokkaskipting í loftskammbyssu er eftirfarandi en þetta eru stigin sem þarf að ná á móti til að komast upp í viðeigandi flokk:
Flokkur | AP60M | AP60W |
---|---|---|
Meistaraflokkur |
563 |
550 |
1. Flokkur | 540 | 525 |
2. Flokkur | 525 | 500 |
3. Flokkur | 480 | 470 |