Aðalfundur 11.03.15

Aðalfundur 2015

Aðalfundur Skotfélagsins Skyttna var haldinn miðvikudagskvöld 11. mars 2015 í húsi félagsins við skotsvæðið á Geitasandi.

Skýrsla stjórnar var lesin þar sem farið var yfir viðburði ársins 2014 eins og námskeið, mót og framkvæmdir félagsins. Nefndir félagsins gerðu grein fyrir störfum sínum. Refanefndin var sú virkasta og töldu sig hafa náð um 55 refum. Þeir voru nokkuð ánægðir með fyrirkomulagið, þrátt fyrir töluverða vinnu, og vilja halda þessu fyrirkomulagi.

Farið var yfir ársreikningar ársins 2014. Aðeins var rætt um að reyna að lækka rafmagnskostnaðinn og jafnvel kostnað við vefsíðu. Reikningar voru samþykktir.

Árgjald verður óbreytt að sinni. Umræða um hvort inntökugjaldið í félagið væri of hátt að það myndi fæla nýja meðlimi frá. Lagt var til að stjórnin skoði hvort inntökugjald sé nauðsynlegt.

Engar tillögur voru til lagabreytingar.

Ný stjórn var kosin: Magnús Ragnarsson, formaður Jón Þorsteinsson, varaformaður Bjarki Eiríksson, gjaldkeri Kristín Þórhallsdóttir, ritari Haraldur Gunnar Helgason, meðstjórnandi Kristinn Valur Harðarson, varamaður Guðmar Þór Tómasson, varamaður Þórður Freyr Sigurðsson, skoðunarmaður reikninga Kosning formanna fastanefnda: Refanefnd: Reynir Þorsteinsson Haglabyssunefnd: Einar Þór Jóhannsson Riffilnefnd: Kristinn Valur Harðarson

Umræður og önnur mál: rætt var um að laga þyrfti veginn upp að skotsvæðinu, fá vatn á og virkja rotþró til að fá salernið í félagshúsi í gagnið. Skipta þarf um lista í gluggum hússins og sá í kring. Viljum reyna að fá plöntur til að planta kringum skotsvæði og fá gám á svæðið til að nota sem geymslu. Kaupa þarf nýja sláttuvél. Rætt var möguleikann að gera aðstöðu fyrir hunda á svæðinu. Stefnt er að klára riffilvöll, gera manir, sá í þær og steypa plötu fyrir riffilhús. Hugmyndir um að reyna að skipuleggja hitting/veislu í vor og sameina það með vinnudegi/-dögum. Stefnt er á formlega opnun svæðisins þegar rotþró og salerni er orðið klárt. Sameiginlegir hittingar/æfingar og mót aðeins rædd, viljum koma einhverju skipulagi á það fyrir sumarið. Haglabyssunefnd, riffilnefnd og stjórn munu ákveða það á fundum sínum. Hugmyndir af mögulegum námskeiðum eru m.a. hleðslunámskeið og skotnámskeið (skeet og riffil). Finna þarf betra kerfi til að flokka greiðslur sem koma inn, eins og t.d. kaup á skotum, greiðslur fyrir námskeið, skotpróf o.s.frv.. Hugmyndir komu upp hvort sniðugt væri að reyna að gera samning við einhverja skotveiðivöruverslun eða útivistarbúð um að fá afslátt af vörum fyrir félagsmenn gegn framvísun félagaskírteinis. Rætt hvort félagið ætti að fá sér lottó númer. Að lokum var Bjarki Eiríksson valinn sem fulltrúi félagsins til að mæta á HSK þing sem haldið verður á Flúðum laugardaginn 14. mars.

11.03. 2015 Kristín Þórhallsdóttir ritari fundar

Efnisorð: