Riffilbraut

Riffilbrautin er 500 metra löng.

Skotbattar eru á 100, 150, 200, 300 metra færi.
300 metra battinn er með 6 skífum sem duga fyrir 300 metra liggjandi riffill

Á 500 metra færi er núna stálbjalla, sem er 40 cm í þvermál. Fyrirhugað er að setja upp batta þar líka

Sérstök skotbraut er fyrir hreindýraskotprófin.

Þrjú steypt borð eru á riffilbrautinni og eitt timburborð. Hægt er að skjóta í liggjandi stöðu milli skotborða.