Sjö keppendur kepptu fyrir Skyttur á Íslandsmóti í loftskammbyssu í dag.
Rúnar Helgi Sigmarsson lenti í 2. sæti eftir æsispennandi úrslit í karlaflokki og Guðbjörg Viðja Antonsdóttir hafnaði í 3. sæti í kvennaflokki. Keppt var í úrslitum í karla og kvennaflokki og erum við afar stolt af því að vera með verðlaunasæti bæði hjá körlum og konum.
Skyttur voru með tvö lið, annarsvegar A lið í karlaflokki og A lið í kvennaflokki. Fengu bæði liðin silfur.
Á Íslandsmóti er einnig keppt í flokkum en fengum við nokkur gull og silfur þar.
Bríet Berndsen og Bjarki Rafnsson úr Skyttum kepptu í unglingaflokki SÍH Open mótin í skeet sem Skotíþróttafélag Hafnafjarðar stóð fyrir helgina 1. - 2. júlí.
Voru þau með gull og silfur og er þetta þriðja mót Bríetar og fyrsta mótið sem Bjarki keppir á. Stóðu þau sig vel og eru þau metnaðarfull í skeet íþróttinni.
Skotíþróttafélagið Skyttur átti sex keppendur á landsmóti í loftskammbyssu sem haldið var í Digranesi laugardaginn 18. mars 2023.
Aldrei hefur skotfélagið Skyttur átt fleiri keppendur á móti. Fjórir keppendur voru á sínu fyrsta móti og keppti félagið jafnframt í fyrsta skipti í liðakeppni.
Elín Kristín Ellertsdóttir fékk silfur í stúlknaflokki og skaut 428 stig. Hún var að keppa á sínu fyrsta móti með glæsilegum árangri. Elín byrjaði að æfa loftbyssu í unglingaflokki í febrúar.
Landsmót STÍ í 50 metra liggjandi riffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Í drengjaflokki bætti Óðinn Magnússon frá Skyttum eigið Íslandsmet með 566,2 stig og hlaut gullið. Í karlaflokki sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 626,0 stig, Guðmundur Valdimarsson úr SÍ varð annar með 608,9 stig og þriðji Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 606,2 stig. Í stúlknaflokki hlaut Karen Rós Valsdóttir úr SÍ gullið með 522,4 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ.
Landsmót Stí í loftgreinum var haldið 04.12.2021 í aðstöðu Skotdeildar Keflavíkur. Alls voru 16 keppendur skráðir og einn keppandi sem keppti í báðum greinum.
Tveir keppendur frá Skyttum kepptu á Íslandsmeistaramóti í loftskammbyssu þann 6. nóvember síðastliðinn.
Magnús Ragnarsson frá Skyttum lenti í öðru sæti á mótinu með 548 stig
Óðinn Magnússon varð Íslandsmeistari í unglingaflokki karla með 447 stig. Óðinn er 15 ára og nýbyrjaður í greininni og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.