Fast opið kvöld í hverri viku þar sem félagsmenn og aðrir geta hist og æft saman, hvort sem er á haglabraut eða kúlubraut.
Öll þriðjudagskvöld frá kl. 19:00 - 22:00 á tímabilinu 04. Júní til 19. ágúst.
Félagsmenn skiptast á að taka að sér að mæta og opna svæðið. Ef enginn er mættur kl. 20:00 og enginn hefur látið vita af komu sinni, áskilja umsjónamenn sér rétt til að yfirgefa svæðið og loka.
Við ætlum að vera með umhverfisdag næstkomandi sunnudag á skotsvæðinu hjá okkur. Stefnan er að gróðursetja tré á svæðinu en Skóræktarfélag Rangæinga styrkir okkur um birki og aspir.
Við verðum með tól og tæki til að gróðursetja þetta.
Einnig þarf að setja áburð á svæðið og svo taka til og gera snyrtilegt fyrir sumar.
Verðum með grill á staðnum. Það er tilvalið að koma með fjölskylduna og planta trjáplöntum á sunnudag. Miðum við sunnudaginn kl. 14-17.