Skráning: Sportabler | Vefverslun
Námskeið í leirdúfuskotfimi unglinga.
Námskeiðið er tveir dagar, þriðjudagana 9. ágúst kl. 16-18 og 16. ágúst 16-18
Námskeiðið er tvö kvöld fyrir unglinga í skotfimi með haglabyssu. Arnór Óli Kristinsson og Magnús Ragnarsson verða leiðbeinendur og munu kenna verklega kennslu í að skjóta á leirdúfur með haglabyssu. Skeet er ólympísk skotgrein og verður farið í grunnatriði í skotfimi og fá þáttakendur leiðsögn við skotfimina. Einnig verður kennsla í fyrirlestrarformi þar sem farið verður í gegnum byssuna, skotin, regluverk í kringum skotgreinina og upplýsingar um íþróttastarfið á íslandi ásamt öðru sem nýtist þátttakendum.
Markmið námskeiðs er að þátttakendur öðlist þekkingu á öllu er viðkemur haglabyssu skotfimi, haglabyssum og búnaði tengdurm því, að þeir getir kynnt sér hvar mót og æfingar eru haldnar og hvað þarf til að halda áfram að keppa eða skjóta sér til yndisauka.
Innifalið eru skot, leiga á byssu og léttar veitingar. Hver þáttakandi skýtur um 25-75 skotum á námskeiðinu.
Yfirþjálfari: Arnór Óli Kristinsson
Þjálfari: Magnús Ragnarsson
Lágmarksfjöldi á námskeiðið er 8 og hámarksfjöldi er 12
Námskeiðið er styrkt af RANNÍS og HSK