Bríet Berndsen og Bjarki Rafnsson úr Skyttum kepptu í unglingaflokki SÍH Open mótin í skeet sem Skotíþróttafélag Hafnafjarðar stóð fyrir helgina 1. - 2. júlí.
Voru þau með gull og silfur og er þetta þriðja mót Bríetar og fyrsta mótið sem Bjarki keppir á. Stóðu þau sig vel og eru þau metnaðarfull í skeet íþróttinni.
Bríet Berndsen keppti fyrir hönd félagsins á landsmóti í skeet um helgina á Akranesi. Bríet keppti í unglingaflokki á sínu fyrsta móti og stóð sig mjög vel. Vann hún gull í unglingaflokki stúlkna.
Bríet byrjaði að æfa skeet hjá félaginu fyrir skemmstu og er mjög efnileg í þeirri grein og á hún framtíðina fyrir sér í greininni.
Námskeið í skeet hjá Hákoni Þór Svavarssyni sem vann gull á norðurlandamóti í Skeet fyrr í mánuðinum. Er þetta besti árangur Íslendings í haglagreinum. Verður hann með einkakennslu, þ.e. hann tekur þrjá í einu og fá þeir kennslu í leirdúfuskotfimi. 1.5 klst á hóp. Þetta er eitt besta tækifærið til á fá undirstöðuatriði í íþróttinni eða fyrir veiðina í haust. Skot ekki innifalin en hægt að kaupa skot á staðnum og einnig leigja tvíhleypu gegn aukagjaldi.
Skeet er ein af þremur haglagreinum alþjóða skotsambandsins ISSF og er keppt í þessari greina á ólympíuleikm ásamt evprópu og heimsmeistaramótum og svo hérlendis á lands og Íslandsmeistaramótum. SK125 stendur fyrir Skeet og það eru skotnar 125 dúfur. Hægt er að stunda skeet frá 15 ára aldri með æfingabyssu skotfélags, eða með eiginn byssu frá 20 ára aldri.