Aðalfundur 24.03.11

Aðalfundur 24. mars 2011

Mættir á fundin eru:

Magnús Ragnarsson
Jóhann Jensson
Guðmar Jón Tómasson
Jón Þorsteinsson
Guðni RK Vilhjálmsson
Haraldur Gunnar Helgason
Reynir Þorsteinsson
Kristján Magnússon
Bergur Guðgeirsson
Jóhann Norðfjörð
Kristinn Á Sigurlaugsson

Fundur er settur.

Fyrst er farið yfir skýrslu stjórnar
Fram kemur það sem búið er að gera hjá félaginu, þau leyfi sem komin eru í höfn og samningar. Fram kom að búið er að gera leigusamning fyrir skotsvæðið og vegstæðið. Tryggingar eru komnar ásamt flestum þeim leyfum sem þarf og svo tryggingar. Svæðið er þegar komið á aðalskipulag. Gerð deiliskipulags er á lokastigi og starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirlitinu er það sem er eftir. Búið er að byggja annan leirdúfuskúrinn og verður hinn turnin byggður næsta vinnudag hjá félaginu. Einnig kom fram að félagsfundur var haldin þann 15. febrúar síðastliðin.

Var félagsmönnum sýnd drög að deiliskipulaginu eins og það lág fyrir.

Var félagsmönnum sýndar öryggisreglur félagsins og voru þær samþykktar með öllum atkvæðum.

Fjallað var um smíðadaginn sem haldin var og myndir sýndar af því verkefni en þá var annar leirdúfuskúrinn smíðaður í einingum.

Farið var yfir það sem væri á dagsskrá á næstunni hjá stjórninni. Kom þar fram að klára þyrfti deiliskipulagsvinnu og fá starfsleyfi Heilbrigðiseftirlitsins. Fram kom að eitt af fyrstu verkum væri að fara í vegavinnu. Kom fram á fundinum að sú vinna ætti ekki að vera mikil vegna þess að bæði vegstæði og efni í kring um það gerði það að verkum að það yrði tiltölulega auðvelt verk. Að sjálfsögðu var eitt af fyrstu verkefnum einnig að koma upp grunnaðstöðu fyrir haglabyssu og riffilskotfimi. Einnig þarf að koma upp vatni og rafmagni sem er mjög kostnaðarsamt. Hugsanlega væri hægt að vera með rafstöð til að byrja með. Fara þyrfti einnig í einhverja uppgræðslu á landinu og skila inn uppgræðsluáætlun. Fram kom að hugsanlega þyrfti að girða í kringum hluta svæðisins til að koma í veg fyrir að göngufólk myndi fara inn á svæðið.

Ársreikningar voru lagði fram á fundinum og gátu fundarmenn kynnt sér þá og var kaffipása samhliða því.

Næst á dagsskrá var hvort að breyta ætti árgjaldi og inntökugjaldi. Árgjaldið er var 10.000 kr. á ári og inntökugjaldið 5.000. Stjórn lagði ekki fram breytingartillögu og var það samþykkt að gjaldið myndi haldast óbreytt.

Næst var kosið um aðild skotfélagsins að Héraðssambandi Skarphéðins ( HSK ) en hafði kynning á því farið fram á félagsfundi þann 15. febrúar. Var samþykkt samhljóða að Skotfélagið Skyttur skyldi sækja um aðild að HSK.

Farið var yfir lagabreytingar til að bæta galla í lögunum og gera starfssemina betri.

Helstu breytingar:
Allir geta orðið félagar sem sækja um það skriflega og stjórn samþykkir inntöku. Áður var skilyrði að félagsmenn væru með skotvopnaleyfi til að geta gengið í félagið.

Skýrari reglur um hvernig greiðslur skulu fara fram til félagsins, hvenær menn detta út og annað. Einnig að þeir sem eru undir 18. ára aldri borga ekki inntöku né árgjald og ef maki er fyrir í félaginu borgar félagsmaður ekki inntökugjald. Einnig ákvæði sem kveða á um að ef sérstakar ástæður leyfa detta menn ekki úr félaginu þótt þeir geti ekki borðar félagsgjöldi fyrir þann tíma sem settur er.

Stjórn félagsins verður skipuð af 5 mönnum og tveimur varamönnum. Er þetta í takt við það sem er algengt í dag og einnig til þess að dreifa verkefnum á fleirri félagsmenn. Einnig skýrari reglur um verkefni stjórnar.

Breyting var gerð á lögunum á þann veg að nú er heimilt að koma með skriflegt umboð á aðalfund fyrir annan félagsmann.

Reglur um dagsskrá aðalfundar gerðar ítarlegri og reglum um atkvæðagreiðslu gerðar skýrari. Reglur um breytingar á lögum voru í sér grein en voru færð í þessa grein.

Breyting á skylirði til þess að stjórnarfundur teljist löglegur en núna þurfa fjórir stjórnarmenn að mæta með varamönnum en það voru aðeins þrír, þetta er í samræmi við fjölgun stjornarmanna..

Fleirri breytingar voru ekki gerðar á lögunum. Voru allar breytingar samþykktar samhljóða.

Tilllaga var lögð fram að skotvöllurinn yrði tileinkaður Sigðurði Ásgeirssyni heitnum, frægri refaskyttu á svæðinu. Tillagan samþykkt samhljóða.

Kosning var um fastar nefndir. Voru fundarmenn sammála um að stofna fjórar fastar nefndir. Haglabyssunefnd, Riffilnefnd, Skammbyssunefnd og Aganefnd. Var stjórn falið að skipa í nefndirnar í framhaldi aðalfundar og í samráði við þá sem áhuga hefðu á því að starfa í þessum nefndum.

Kynnt var fyrir félagsmönnum húsnæði sem stjórnin hefði verið að skoða í mjög góðu ásigkomulagi með miklum búnaði á verði sem væri langt undir efnisverði. Voru engar ákvarðanir teknar en almennt leist félagsmönnum vel á þetta. Ábending kom um það hvort það væri skynsamlegt að skuldsetja skotfélagið og best væri að vera skuldlaus.

Næst var komið að stjórnarkosningu. Í samræmi við nýsamþykkt lög bætast tveir við stjórnina

Var núverandi stjórn endurkjörin og að auki var Jón Þorsteinsson kosin varaformaður og Haradur Gunnar Helgason kosin meðstjórnandi.
Áfram eru í stjórn:
Guðmar Jón Tómasson formaður
Guðni RK Vilhjálmsson gjaldkeri
Magnús Ragnarsson ritari
Kristinn Valur Harðarson varamaður
Árni Páll Jóhannsson varmaður.

Fundi slitið.

Efnisorð: