Skotpróf til hreindýraveiða. Kynnið ykkur vel upplýsingar um skotpróf hér á síðunni áður en þið mætið og jafnframt skiptir máli að vera búin að æfa fyrir skotprófið. Það er ekki víst að tími gefst til æfinga þegar mætt er til skotprófs þar sem próftakar njóta forgangs á brautinni. Taka má 5 skot á prófskífu áður en skotprófið er tekið.
Eftirfarandi prófdómara er hægt að hafa samband við vegna skotprófa.
Skeet-létt 2018 mótið fór fram á skotsvæðinu í dag í vægast sagt votu veðri. Voru 75 dúfur skotnar í úrhelli og roki en létu skotmenn ekki vosbúðina á sig fá og reyndu að brjóta sem flestar dúfur.
Menn voru mis sáttir með árangurinn en gaman var þó. Það mættu fimm keppendur til leiks að þessu sinni.
Nýr graspallur fyrir hreindýraskotpróf settur upp. Gamli pallurinn var orðinn nokkuð lúinn og fullur af sandi. Með þessu verður einnig hægt að æfa af pallinum og af borðunum á sama tíma þar sem pallurinn er á sömu skotlínu en ekki fyrir framan. Túnþökuþjónustan ehf styrkti okkur um túnþökur í pallinn.
BR50 mót var haldið 7. júní síðastliðinn á skotvæðinu. Mættu 7 keppendur til leiks og þar af fjórir frá Skotgrund Skotíþróttafélagi Snæfellsnes. Veður var gott en vindur var nokkuð krefjandi eins og keppendur fengu að finna.
Voru þrír riðlar enda erum við bara með þrjú borð eins og er.
Leikar fóru þannig að Heiða Lára sigraði mótið með 224 stig, Eyjólfur Sigurðsson var í öðru sæti með 213 stig og Pétur Már var í þriðja sæti með 190 stig.
Núna er búið að senda út félagsgjöld fyrir árið 2018. Þau eiga að birtast í netbanka og einnig berast með pósti.
Ef krafa berst ekki getið þið haft samband við félagið. Einnig ef þið viljið fá kröfu þá getið þið skráð ykkur í félagið hér á síðunni undir Fróðleikur.