Barna og unglingastarfið heldur áfram með sama móti og síðasta haustönn.
Æfingar verða í boði tvo daga í viku fyrir 6-9 ára flokk, 10-14 ára flokk og 15-20 ára flokk.
6-14 ára æfa á laserbyssur og 15 ára(Fædd 2009) og upp í 20 ára æfa á loftskammbyssu og loftriffill.
Æfingagjöld fyrir 6-14 ára eru 20.000 önnin fyrir einn dag í viku og 25.000 fyrir 15-20 ára.
Séu keyptir tveir dagar í viku er 50% afsláttur af seinni deginum
Þessa dagna fara fram Reykjavíkurleikarnir (RIG) og í dag fór fram keppni í loftskammbyssu.
Skyttur áttu 7 keppendur og þar af tvo í unglingaflokki.
Óðinn Magnússon skaut 502 stig og hafnaði í 2. sæti í unglingaflokki. Elfar Egill Ívarsson skaut 406 stig og hafnaði í 3. sæti í unglingaflokki.
Glæsilegur árangur hjá þeim, þeir eiga svo sannarlega bjarta framtíð í greininni.
Úr undanúrslitum komust Jón Ægir (540) og Magnús (521). Í æsispennandi úrslitakeppni landaði Jón Ægir 2. sæti og Magnús hafnaði í 5. sæti
Skotíþróttafélagið var úthlutað 250.000 kr styrkur frá Rannís til kaupa á skotíþróttabúnaði fyrir barna og unglingastarfi.
Félagði sótti um styrk til uppbyggingar í loftgreinum, með áherslu á loftriffill en félagið hefur hingað til eingöngu verið með æfingar í loftskammbyssu.
Mun þessi styrkur nýtast gríðarlega vel til að byggja upp riffilgreinar hjá félaginu.
Góður árangur hjá Skyttum á landsmóti í loftskammbyssu (AP60) sem var haldið af Skotfélag Kópavogs í Digranesi síðastliðna helgi. Skyttur (SKS) sendu 5 keppendur á mótið:
Jón Ægir Sigmarsson
Magnús Ragnarsson
Emil Kárason
Rúnar Helgi Sigmarsson
Viggó Rósen Guðlaugsson.
A-lið SKS (Jón Ægir, Magnús Ragnarsson og Emil Kárason) unnu bronsið með 1516 stigum en 5 lið kepptu á mótinu.
Magnús og Jón Ægir komust í úrslit (8 efstu) og var keppt í óformlegum úrslitum á mótinu og vann Magnús úrslitakeppnina eftir æsispennandi keppni.
Bríet Berndsen og Bjarki Rafnsson úr Skyttum kepptu í unglingaflokki SÍH Open mótin í skeet sem Skotíþróttafélag Hafnafjarðar stóð fyrir helgina 1. - 2. júlí.
Voru þau með gull og silfur og er þetta þriðja mót Bríetar og fyrsta mótið sem Bjarki keppir á. Stóðu þau sig vel og eru þau metnaðarfull í skeet íþróttinni.
Námskeiðið eru 4 kvöld, miðvikudaginn 19. fimmtudaginn 20. mánudaginn 24. og miðvikudaginn 26. júlí en æfingarnar eru frá kl. 18:00 til 20:00 á skotíþróttasvæðinu Geitasandi
Farið verður yfir grunnatriði í halgabyssugreinum með áherslu á Skeet. Skeet er ólympísk skotgrein og verður farið í grunnatriði í skotfimi og fá þáttakendur leiðsögn við skotfimina hjá þjálfurum.
Æfð verða grunnatriði í skeet skotfimi, tækniatriði, staða og annað sem viðkemur íþróttinni