Skip to main content
Forsíða
Skotíþróttafélagið Skyttur
SKS Rangárvallarsýslu

Main navigation

  • Um félagið
    • Merkið
    • Fundargerðir
    • Leyfi
    • Verðskrá
    • Gerast félagsmaður
    • Búningar
    • Hafa samband
    • Stjórn
  • Starfsemi
    • Ungmennastarf
    • Æfingasvæðið
    • Allir viðburðir
    • Mótaskrá
    • Æfingar
    • Bogfimi
  • Fróðleikur
    • Skotgreinar
    • Styrktaraðilar
    • Hreindýrapróf
    • Íþróttasambönd
    • Spjallsvæðið
    • Önnur félög
  • Lög og reglur
    • Lög félagsins
    • Öryggisreglur
    • Siðareglur
    • Persónuverndarstefna
    • Byssuleyfi

Haustönn 2024 liggur fyrir

22.08.2024

Haustönn hjá Skyttum liggur núna fyrir. Við verðum með skotskóla fyrir 2.-4 bekk og skotfimi fyrir 5.-9. bekk. Bæði er á laserbyssur. Einnig verða æfingar í loftskammbyssu og loftriffli fyrir 15 - 20 ára (10. bekk) í vetur.
Æfingar hefjast 2. september en boðið verður uppá kynningartíma síðustu vikuna í ágúst sem verður auglýst nánar. Æfingar fara fram í skotsalnum okkar á Hvolsvelli.
Skráning fer fram á abler.io/shop/skyttur

Skráning á sumarnámskeið opin

29.05.2024

Skráning á fyrstu sumarnámskeiðin er opin. Við verðum með námskeið fyrir krakka á aldrinum 6-14 ára og 15-20 ára í sumar. Fyrsta námskeiðið verður vikuna 3.-7.júní en fleiri munu bætast við.
Námskeið fyrir 6-14 ára með laser byssum og fyrir 15-20 ára í haglagreinum.
Skráning á Sportabler
https://www.abler.io/shop/skyttur

Silfur og brons á Íslandsmeistaramóti í loftskammbyssu í dag.

13.04.2024

Sjö keppendur kepptu fyrir Skyttur á Íslandsmóti í loftskammbyssu í dag.
Rúnar Helgi Sigmarsson lenti í 2. sæti eftir æsispennandi úrslit í karlaflokki og Guðbjörg Viðja Antonsdóttir hafnaði í 3. sæti í kvennaflokki. Keppt var í úrslitum í karla og kvennaflokki og erum við afar stolt af því að vera með verðlaunasæti bæði hjá körlum og konum.
Skyttur voru með tvö lið, annarsvegar A lið í karlaflokki og A lið í kvennaflokki. Fengu bæði liðin silfur.
Á Íslandsmóti er einnig keppt í flokkum en fengum við nokkur gull og silfur þar.

Norska skotsbambandið í heimsókn

12.04.2024

Í gær komu til okkar þjalfarar frá Norska skotsambandinu að fylgjast með æfingu hjá okkur, en þau eru í heimsókn hér á landi í gegnum @skotkop að kynna sér starfið hér á landi.

Gátu þau gefið okkur mörg góð ráð og skrifuðu einnig niður hluti sem þeim fannst áhugaverðir. Við vorum með æfingar bæði í laser byssum og svo loftbyssum.

Sumarnámskeið í skeet fyrir unglina

11.06.2024

Byrjendanámskeið fyrir unglinga í haglagreinum. Ætlað 15-21 ára. Þeir sem verða 15 ára á árinu geta skráð sig.
Námskeiðið er fyrir byrjendur og verður bæði bóklegt og verklegt. Það samanstendur af fræðslu í formi fyrirlestra um helstu íþróttir eins og skeet og sporting, fræðsla um búnaðinn og svo verklegar æfingar sem bæði felast í þurræfingum og svo að skjóta á leirdúfur undir leiðsögn.
Námskeiðið er 4 skipti, á þriðjudögum og fimmtudögum og byrjar kl. 18:30 til 20:00 á skotíþróttasvæðinu Geitasandi.

Megalink loftbrautir

Kaup á 6 nýjum (notuðum) Megalink loftbrautum

04.11.2024

Félagið fór í það að kaupa 6 notaðar loftbrautir fyrir loftsalinn. Til stendur að stækka hjá okkur og fara næstu vikur í að undirbúa það. Brautirnar eru af sömu gerð og fyrir voru en þó með led lýsingu og litaskjám. Þær eru einnig búnar liftum sem þýðir að hægt verður að stilla hæðina á þeim fyrir liggjandi loftriffill og loftriffill í hnéstöðu.

Félagsmót AP60 11.2.2025

11.02.2024

Félagsmóti lokið í loftskammbyssu.
Mótið var mjög spennandi. 8 mættu til mótsins að þessu sinni.
Úrslit mótisins er hægt að skoða hér fyrir neðan.
Hástökkvari mótsins er Rúnar Helgi Sigmarsson og nýliðar mótsins eru Stefán Smári Ásmundarson og Benedikt Bjarni Níelsson sem báðir voru að keppa á sínu fyrsta móti í loftskammbyssu með glæsilegan árangur.

Innafélagsmót í AP60 - 4 daga mót

21.03.2024

Úrsliti í innanfélagsmótinu í loftskammbyssu liggja fyrir. 8 keppendur mættu til leiks. Jón Ægir Sigmarsson átti hástökkið en hann setti sitt persónulega mótamet og hæsta stigafjölda sem skotin hefur verið á móti hjá okkur, 549 stig! Einnig tóku tveir nýliðar þátt mótinu, Guðbjörg Viðja og Elías Arnþór Sigurðsson.

Mótið var haldið frá 18. -21. mars og var einn riðill hvert kvöld. Þetta var skemmtileg nýbreytni að taka mót á þennan hátt.

Áramótið 2024 í loftskammbyssu

29.12.2024

Haldið var keppni í loftskammbyssu sem við kölluðum Áramótið 2025 og mættu 5 keppendur til leiks. Varð mótið haldið 29. des til að innsigla árið.

Var þetta líka fyrsta mótið á nýjum Megalink brautum sem við fjárfestum í á árinu.

Eftir mjög spennandi keppni varð Jón Ægir Sigmarsson í 3. sæti, Magnús Ragnarsson í 2. sæti og Rúnar Helgi Sigmarsson í 1. sæti.

Einnig kepptu Vignir Sigurjónsson og Sigmar Valur Gylfason á mótinu

Rakel Rún á æfingu
D réttindi ISSF

Rakel komin með D þjálfararéttindi

16.12.2024

Rakel Rún Karlsdóttir, þjálfari lauk á árinu við að taka 1. stigs þjálfararéttindi hjá ÍSÍ og D þjálfararéttindi í riffilgreinum hjá alþjóða skotsambandinu.

Rakel hefur þjálfar hjá okkur síðan í haust og okkar aðal þjálfari í unglinga og barnastarfinu. Hún hefur sérhæft sig í riffillgreinum og þjálfar krakka á laserbyssur og unglinga í loftriffli.

Rakel hefur sjálf stundað og keppt fyrir félagið í loftskammbyssu.

Við ósku Rakeli til hamingju með áfangan og erum stolt af okkar þjálfurum.

Pagination

  • First page
  • Previous page
  • Page 1
  • Page 2
  • Page 3
  • Page 4
  • Page 5
  • Page 6
  • Page 7
  • Page 8
  • Page 9
  • Næsta síða
  • Síðasta síða

Á döfinni

Skráningar og áskriftir

Abler

RSS feed
Skotíþróttafélagið Skyttur kt. 420409-1330 - Geitasandi, 850 Hella - Reikningsnúmer: 182-26-4204 - skotfelag[hjá]skyttur.is
Höfundarréttur © Magnús Ragnarsson.. Öll réttindi áskilin.
Powered by Drupal