Sjö keppendur kepptu fyrir Skyttur á Íslandsmóti í loftskammbyssu í dag.
Rúnar Helgi Sigmarsson lenti í 2. sæti eftir æsispennandi úrslit í karlaflokki og Guðbjörg Viðja Antonsdóttir hafnaði í 3. sæti í kvennaflokki. Keppt var í úrslitum í karla og kvennaflokki og erum við afar stolt af því að vera með verðlaunasæti bæði hjá körlum og konum.
Skyttur voru með tvö lið, annarsvegar A lið í karlaflokki og A lið í kvennaflokki. Fengu bæði liðin silfur.
Á Íslandsmóti er einnig keppt í flokkum en fengum við nokkur gull og silfur þar.