Mættir eru: Valur Gauti, Jóhann Þórir, Magnús og Bjarki
Mál á dagsskrá
Varahlutir í leirdúfuvélar
Búið að panta varahluti í leirdúfuvélar. Verði tæplega 130.000 en í því eru nýjar legur, armar og rafmagnsrofi. Nauðsynlegt að gera vélarnar starfhæfar aftur fyrir sumarið, en þær voru farnar að skjóta mjög illa og óreglulega.
Mættir eru: Haraldur Gunnar Helgason, Jóhann Þórir, Valur Gauti og Magnús Ragnarsson
Fundarefni:
Staða riffillhúss
Teikningar á lokametrum, ættum að fá fréttir strax í næstu viku.
Tryggingamál
Fengið var tilboð frá þremur tryggingafélgöum í tryggingar hjá félaginu. Ódýrasta tilboðið var frá VÍS og var ákveðið að taka því tilboði.
Þarf að skoða áskriftarleiðir varðandi netþjónustuna í klúbbhúsinu. Ekkert aðkallandi eins og er en þarf að skoða þetta í náinni framtíð
Þurfum að kaupa myndavél í húsið. Til að vakta peningaskápana og byssuskápana.
Hún kostar 12.000.- og var það ákveðið að fjárfesta í henni.
Haglabyssan sem við ætlum að kaupa. Okkur var boðið Marocchi tvíhleypa á góðum díl frá Hlað og við erum að bíða eftir að klára þann díl. Það var ákveðið að ganga frá þeim díl.