Á aðalfundi skal stjórn félagsins gefa skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári og leggja fram endurskoðaða reikninga félagsins. Auk þess eru störf aðalfundar þessi:
Á aðalfundi skal stjórn félagsins gefa skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári og leggja fram endurskoðaða reikninga félagsins. Auk þess eru störf aðalfundar þessi:
Innanfélagsmót í Skeet-létt.
Mótið er hugsað sem skemmtimót. Keppt er eftir reglum skeet, en hraðinn er mun minni en í skeet, og skotnar eru 75 dúfur.
Mótsgjald 2.500 kr.
Félagsmenn keppa til verðlauna en það er opið fyrir gestaskráningar.
Keppt bæði í karla og kvennaflokki.
Hlífðargleraugu ásamt heyrnahlífum skylda og aðeins stálskot leyfð, 24-28. gr
Félagsmót í BR50 skotfimi. Opið öllum
Mótsgjald 1.500 kr.
Reglur: https://skyttur.is/50metra-benchrest
Búnaður: .22lr riffill með sjónauka og rest ( rest eða sandpokar)
Við ætlum að vera með umhverfisdag næstkomandi sunnudag á skotsvæðinu hjá okkur. Stefnan er að gróðursetja tré á svæðinu en Skóræktarfélag Rangæinga styrkir okkur um birki og aspir.
Við verðum með tól og tæki til að gróðursetja þetta.
Einnig þarf að setja áburð á svæðið og svo taka til og gera snyrtilegt fyrir sumar.
Verðum með grill á staðnum. Það er tilvalið að koma með fjölskylduna og planta trjáplöntum á sunnudag. Miðum við sunnudaginn kl. 14-17.