Framkvæmdir á riffihúsi ganga vel.
Búið er að reisa veggina og klára þakið. Búið er að loka því til bráðabirgða og setja bráðabirgða lúgur. Von er á endanlegum gluggum og hurðum í haust.
Mikill munur er strax á því að búið er að loka húsinu. Inni eru 3 borð og liggjandi aðstaða.
Nokkrar myndir fylgja með.
Næstu verk eru að laga til í nánasta umhverfi riffillhússins og vinna gegn sandburðinum ásamt því að bæta skotbatta í samræmi við riffillhúsið. Stefnt er að því að klárað verði að loka húsinu almennilega í haust.