Tvær æfingar/kynningar hafa verið haldnar í ungmennastarfi og var áhugi og aðsókn langt umfram væntingar. Á þriðja tug barna og ungmenna mættu og æfðu á laser æfingabyssur og loftbyssur. Fekk félagið lánaðar byssur frá Skotíþróttafélagi Kópavogs til þess að koma þessi af stað.
Á landsmóti í 50m liggjandi riffli sem haldið var í dag af Skotíþróttafélagi Kópavogs bætti Óðinn Magnússon eigið Íslandsmet í flokki drengja. Skaut hann 526,5 stig. Setti hann fyrra metið fyrir 3 vikum og skaut þá 501,2 stig svo um töluverða bætingu er að ræða.
PRS mót verður haldið hjá Skyttum í Rangárvallassýslu og er mótshaldari PRS skotíþróttasamtökin á Íslandi.
Þann 12. mars var haldið Landsmót loftgreina í Digranesi.
Í loftskammbyssu karlaflokki var efstur Magnús Ragnarsson úr Skyttum með 528 stig, annar var Jón Árni Þórisson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 495 stig og þriðji var Guðni Sigurbjarnason úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 472 stig.
Í loftskammbyssu drengjaflokki var efstur Óðinn Magnússon úr Skyttum með 475 stig og annar var Sigurgeir Máni Heiðarsson úr Skotfélagi Keflavíkur með 346 stig.
Í loftskammbyssu stúlknaflokki var efst Sóley Þórðardóttir frá Skotfélagi Akureyrar með 522 stig.
UPPFÆRT 15.03.2022
Var gert við veginn og er hann núna vel fær. Færum við Áhaldahúsi Rangárþings eystra bestu þakkir fyrir stuðning og sá Valur Gauti um að laga veginn.
Við skoðun í dag kom í ljós að vegurinn hefur skemmst við ræsi vegna vatnavaxta.
Verður reynt að laga þetta við fyrsta tækifæri.
Óðinn Magnússon keppti í unglingaflokki drengja í 50m liggjandi riffli á landsmóti í dag fyrir hönd félagsins. Óðinn er fyrsti keppandinn í þessum flokki í greininni og setti þar af leiðandi Íslandsmet. Hann er nýbyrjaður að æfa þessa grein og skaut 501,2 stig. Við óskum honum til hamingju með árangurinn.
Kynning á ungmennastarfi sem fór fram á Laugalandi fimmtudaginn 24. febrúar gekk mjög vel og um 20 krakkar mættu ásamt foreldrum sínum. Voru krakkarnig mjög áhugasöm en ekki síður foreldrarnir. Fengu krakkar 15 ára og eldri að skjóta úr loftbyssum, bæði loftriffli og loftskammbyssu og þau yngri fengu að nota rafútgáfuna af sömu byssum. Vakti þetta mikla lukku og þótti erfitt að hætta. Voru þarna mjög efnilegir krakkar á ferð.
Aðalfundur Skotíþróttafélagins Skyttur 2022
Kl 20:00 í félagshúsi félagsins á Geitasandi. Verður einnig á teams.
Á aðalfundi skal stjórn félagsins gefa skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári og leggja fram endurskoðaða reikninga félagsins. Auk þess eru störf aðalfundar þessi:
ATH kynningu frestað frá 17. febrúar til 24. febrúar 2022
Kynning verður á innanhúss skotíþróttum fyrir börn og unglinga (8-20 ára) í Laugalandsskóla fimmtudaginn 24. febrúar kl. 19:30.
Munum við vera með kynningu á innanhúsgreinum í skotfimi, loftriffill (AR60) og loftskammbyssu (AP60) en bæði eru ólympískar greinar og æfðar og stundaðar út um allan heim.
Byrjað er að slá upp fyrir riffillhúsinu. Hafa félagsmenn verið að mæta og taka hamarinn en tíðin hefur ekki verið uppá sitt besta. Fyrstu spýturnar eru þó komnar og eru útlínur hússins farnar að sjást. Vonandi náum við að smala saman félagsmönnum á næstu dögum og vikum til að gera klárt fyrir fyrstu steypu. Húsið verður 92 m2 og mun bjóða uppá allt að 10 skotbrautum fyrir allar helstu riffillgreinar.