Tvær æfingar/kynningar hafa verið haldnar í ungmennastarfi og var áhugi og aðsókn langt umfram væntingar. Á þriðja tug barna og ungmenna mættu og æfðu á laser æfingabyssur og loftbyssur. Fekk félagið lánaðar byssur frá Skotíþróttafélagi Kópavogs til þess að koma þessi af stað.