Innanfélagsmót í Skeet-létt.
Mótið er hugsað sem skemmtimót. Keppt er eftir reglum skeet, en hraðinn er mun minni en í skeet, og skotnar eru 75 dúfur.
Mótsgjald 2.500 kr.
Félagsmenn keppa til verðlauna en það er opið fyrir gestaskráningar.
Keppt bæði í karla og kvennaflokki.
Hlífðargleraugu ásamt heyrnahlífum skylda og aðeins stálskot leyfð, 24-28. gr
Félagsmót í BR50 skotfimi. Opið öllum
Mótsgjald 1.500 kr.
Reglur: https://skyttur.is/50metra-benchrest
Búnaður: .22lr riffill með sjónauka og rest ( rest eða sandpokar)
Við ætlum að vera með umhverfisdag næstkomandi sunnudag á skotsvæðinu hjá okkur. Stefnan er að gróðursetja tré á svæðinu en Skóræktarfélag Rangæinga styrkir okkur um birki og aspir.
Við verðum með tól og tæki til að gróðursetja þetta.
Einnig þarf að setja áburð á svæðið og svo taka til og gera snyrtilegt fyrir sumar.
Verðum með grill á staðnum. Það er tilvalið að koma með fjölskylduna og planta trjáplöntum á sunnudag. Miðum við sunnudaginn kl. 14-17.
Ætlunin er halda bogfiminámskeið á Hvolsvelli 2-3 mars ef lágmarksfjöldi næst í samstarfi við Skotíþróttafélagið Skyttur, eins og gert var fyrir rétt rúmu ári síðann. færri komust að en vildu.
Ætlunin er að halda nokkur námskeið 4 klst hvert námskeið og 4 komast á hvert námskeið. Lágmarks heildarfjöldi til að námskeiðin verða þarf að vera 12 manns. i. Aldurstakmark 14 ára og eldri. Verð 13.000 kr á mann.
Tímasetningar gætu litið svona út. 2 mars 13-17 og 17-21 3 mars 08-12 og 13-17.
Á aðalfundi skal stjórn félagsins gefa skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári og leggja fram endurskoðaða reikninga félagsins. Auk þess eru störf aðalfundar þessi:
Skotpróf til hreindýraveiða. Kynnið ykkur vel upplýsingar um skotpróf hér á síðunni áður en þið mætið og jafnframt skiptir máli að vera búin að æfa fyrir skotprófið. Það er ekki víst að tími gefst til æfinga þegar mætt er til skotprófs þar sem próftakar njóta forgangs á brautinni. Taka má 5 skot á prófskífu áður en skotprófið er tekið.
Eftirfarandi prófdómara er hægt að hafa samband við vegna skotprófa.