Kl 20:00 í félagshúsi félagsins á Geitasandi. Verður einnig á teams.
Á aðalfundi skal stjórn félagsins gefa skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári og leggja fram endurskoðaða reikninga félagsins. Auk þess eru störf aðalfundar þessi:
ATH kynningu frestað frá 17. febrúar til 24. febrúar 2022
Kynning verður á innanhúss skotíþróttum fyrir börn og unglinga (8-20 ára) í Laugalandsskóla fimmtudaginn 24. febrúar kl. 19:30.
Munum við vera með kynningu á innanhúsgreinum í skotfimi, loftriffill (AR60) og loftskammbyssu (AP60) en bæði eru ólympískar greinar og æfðar og stundaðar út um allan heim.
Góð mæting var á vinnudegi/tiltektardegi laugardaginn 11. september.
Mættu um 13 manns og náðist að gera ansi mikið. Tókst að koma öllum lögnum í skurð sem þurfti að setja. Voru settar lagnir að fyrirhuguðu riffillhúsi og að fyrirhuguðum gámi við leirdúfuvöll. Var lagður rafstrengur, vatnslögn, ljósleiðar, bus strengur og svo ídráttarlög á báða staði ásamt lögn að fyrirhuguðum ljósastaur. Þetta mun tryggja að í framtíðinni verði öll mannvirkin vel tengd, og möguleikar á lýsingu svæðis. Eftir að á að ganga frá nokkrum endu og annað en loka má skurðum núna.
Vegna framkvæmda á svæðinu eru núna nokkrir opnir skurðir þar. Því skal sýna aðgát þegar komið er á svæðið. Hægt er að komast á riffillvöllinn með því að fara vestan meginn við mönina, og fylgja raflínunni fyrir völlinn. Við reynum að flýta framkvæmdum og biðjumst velvirðingar á þessu.
Á silhouettubraut félagsins voru settir upp sighterar til að skjóta á með .22LR en því miður hafa gestir á skotæfingasvæðinu skotið á það með miðkveiktum rifflum og skemmt sighterana þrátt fyrir að það hafi verið sendir út póstar og merkt að brautin sé aðeins fyrir cal .22LR standard. Þessi stálskotmörk eru ekki gerð fyrir neitt annað og nú er svo komið að þessi skotmörk eru meira og minna ónýt.
Opið verður á svæðinu næstkomandi þriðjudagskvöld. Leirdúfuvélarnar eru komnar í lag
Núna er komið nýtt fyrirkomulag varðandi sölu leirdúfuhringja. Munum við selja þá í miðum, og er hægt að kaupa staka hringi, 10 hringja kort eða 25 hringi
Stakur hringur er á 800 kr.
10 hringja kort á 7000 eða 700 kr. hringurinn
25 hringir á 15.000 kr. eða 600 kr. hringurinn
Verða kortin seld á opnum kvöldum eða hægt að nálgast hjá stjórn.
Endilega komið og náið ykkur í miða og takið nokkra hringi í leiðinni á þriðjudaginn
Stefnt er að því að taka fyrstu skóflustungu að nýju riffillhúsi, laga riffillvöll, laga og fara yfir leirdúfuvöll og svo almennt viðhald á öllu svæðinu.
Fáum sem flesta á svæðið og gerum það fínt fyrir sumarið og komum öllu í lag.