Bríet Berndsen keppti fyrir hönd félagsins á landsmóti í skeet um helgina á Akranesi. Bríet keppti í unglingaflokki á sínu fyrsta móti og stóð sig mjög vel. Vann hún gull í unglingaflokki stúlkna.
Bríet byrjaði að æfa skeet hjá félaginu fyrir skemmstu og er mjög efnileg í þeirri grein og á hún framtíðina fyrir sér í greininni.