Félagsmóti lokið í loftskammbyssu.
Mótið var mjög spennandi. 8 mættu til mótsins að þessu sinni.
Úrslit mótisins er hægt að skoða hér fyrir neðan.
Hástökkvari mótsins er Rúnar Helgi Sigmarsson og nýliðar mótsins eru Stefán Smári Ásmundarson og Benedikt Bjarni Níelsson sem báðir voru að keppa á sínu fyrsta móti í loftskammbyssu með glæsilegan árangur.
Þessa dagna fara fram Reykjavíkurleikarnir (RIG) og í dag fór fram keppni í loftskammbyssu.
Skyttur áttu 7 keppendur og þar af tvo í unglingaflokki.
Óðinn Magnússon skaut 502 stig og hafnaði í 2. sæti í unglingaflokki. Elfar Egill Ívarsson skaut 406 stig og hafnaði í 3. sæti í unglingaflokki.
Glæsilegur árangur hjá þeim, þeir eiga svo sannarlega bjarta framtíð í greininni.
Úr undanúrslitum komust Jón Ægir (540) og Magnús (521). Í æsispennandi úrslitakeppni landaði Jón Ægir 2. sæti og Magnús hafnaði í 5. sæti
Skotíþróttafélagið var úthlutað 250.000 kr styrkur frá Rannís til kaupa á skotíþróttabúnaði fyrir barna og unglingastarfi.
Félagði sótti um styrk til uppbyggingar í loftgreinum, með áherslu á loftriffill en félagið hefur hingað til eingöngu verið með æfingar í loftskammbyssu.
Mun þessi styrkur nýtast gríðarlega vel til að byggja upp riffilgreinar hjá félaginu.
Barna og unglingastarfið heldur áfram með sama móti og síðasta haustönn.
Æfingar verða í boði tvo daga í viku fyrir 6-9 ára flokk, 10-14 ára flokk og 15-20 ára flokk.
6-14 ára æfa á laserbyssur og 15 ára(Fædd 2009) og upp í 20 ára æfa á loftskammbyssu og loftriffill.
Æfingagjöld fyrir 6-14 ára eru 20.000 önnin fyrir einn dag í viku og 25.000 fyrir 15-20 ára.
Séu keyptir tveir dagar í viku er 50% afsláttur af seinni deginum
Góður árangur hjá Skyttum á landsmóti í loftskammbyssu (AP60) sem var haldið af Skotfélag Kópavogs í Digranesi síðastliðna helgi. Skyttur (SKS) sendu 5 keppendur á mótið:
Jón Ægir Sigmarsson
Magnús Ragnarsson
Emil Kárason
Rúnar Helgi Sigmarsson
Viggó Rósen Guðlaugsson.
A-lið SKS (Jón Ægir, Magnús Ragnarsson og Emil Kárason) unnu bronsið með 1516 stigum en 5 lið kepptu á mótinu.
Magnús og Jón Ægir komust í úrslit (8 efstu) og var keppt í óformlegum úrslitum á mótinu og vann Magnús úrslitakeppnina eftir æsispennandi keppni.
Bríet Berndsen og Bjarki Rafnsson úr Skyttum kepptu í unglingaflokki SÍH Open mótin í skeet sem Skotíþróttafélag Hafnafjarðar stóð fyrir helgina 1. - 2. júlí.
Voru þau með gull og silfur og er þetta þriðja mót Bríetar og fyrsta mótið sem Bjarki keppir á. Stóðu þau sig vel og eru þau metnaðarfull í skeet íþróttinni.