Skotsvæðið er lokað virka daga frá kl. 09:00 - 13:00 vegna æfinga lögreglu. Þetta fyrirkomulag verður út nóvember.
Skotsvæðið er lokað virka daga frá kl. 09:00 - 13:00 vegna æfinga lögreglu. Þetta fyrirkomulag verður út nóvember.
Við viljum minna félagsmenn á þjálfaramenntun ÍSÍ, sérstaklega þá sem hafa áhuga á því að koma að þjálfun hjá okkur.
Við erum byrjuð að reka öflugt Ungmennastarf í skotíþróttum og eitt af okkar leiðarljósi í því starfi er að allir þjálfarar séu með þjálfaramenntun frá ÍSÍ ásamt þjálfaramenntun sérsambandsins okkar, Skotíþróttasamband Ísland (STÍ).
Skráning hófs í ungmennastarfið fyrir helgi og hefur skráning farið framúr björtustu vonum í ungliðahópnum (6-14 ára). Þar er orðið fullt en ennþá er laust í unglingaflokki (15-20 ára). Við munum þó ekki byrja allveg strax í unglingaflokki þar sem aðstaðan er ekki tilbúin en við eigum von flottri loftaðstöðu mjög bráðlega.
Við byrjum æfingar með ungliða mánudaginn 5. september kl 17:00 í íþróttahúsinu á Hvolsvelli og verður svo til skiptist á Hvolsvelli og Hellu með æfingar á þessum tíma.
Bríet Berndsen keppti fyrir hönd félagsins á landsmóti í skeet um helgina á Akranesi. Bríet keppti í unglingaflokki á sínu fyrsta móti og stóð sig mjög vel. Vann hún gull í unglingaflokki stúlkna.
Bríet byrjaði að æfa skeet hjá félaginu fyrir skemmstu og er mjög efnileg í þeirri grein og á hún framtíðina fyrir sér í greininni.
Félagið eignaðist nýja æfinga loftskammbyssu af gerðinni Hammerli AP-20 fyrir skemmstu.
Byssan hentar sérstaklega vel yngstu iðkendunum, eða frá 15 ára aldri þar sem þetta er loftbyssa.
Byssan er með stillanlegu skepti í stærðum frá S til L og er hægt að breyta því þannig að það henti fyrir vinstri eða hægri hendi.
Loftkúturinn er nettur og er hægt að láta hann snúa lóðrétt eða lágrétt. Með því að hafa hann lóðrétt er léttara að halda byssunni fyir yngri iðkendur.
Stjórnarfundur 18.08.2022
Mættir eru Magnús, Jóhann og Haraldur Gunnar
Námskeið í skeet hjá Hákoni Þór Svavarssyni sem vann gull á norðurlandamóti í Skeet fyrr í mánuðinum. Er þetta besti árangur Íslendings í haglagreinum. Verður hann með einkakennslu, þ.e. hann tekur þrjá í einu og fá þeir kennslu í leirdúfuskotfimi. 1.5 klst á hóp. Þetta er eitt besta tækifærið til á fá undirstöðuatriði í íþróttinni eða fyrir veiðina í haust. Skot ekki innifalin en hægt að kaupa skot á staðnum og einnig leigja tvíhleypu gegn aukagjaldi.
Námskeiðið kostar 10.000 kr
Skráning hér og það er takmarkað pláss.
Skráning: Sportabler | Vefverslun
Námskeið í leirdúfuskotfimi unglinga.
Skotíþróttafélagið Skyttur er að skoða aðstöðu í samvinnu við Rangárþing-eystra á Hvolsvelli fyrir loftgreinar. Verður þá hægt að halda æfingar í loftskammbyssu og loftriffillgreinum ásamt mögulega sömu greinum með laser. Hentar það einstaklega vel með ungmennastarfi þar sem þessar greinar eru hentugar fyrir ungmennagreinar. Félagið hefur til umráða nokkrar skotgildrur fyrir pappírsskífur og 4 rafeinda skotgildrur sem eru ætlaðar fyrir loftgreinar.
Námskeið í leirdúfuskotfimi kvenna