Á þriðjudagskvöldið næsta verður opið kvöld þar sem Veiðibúðin GunniSig mun vera með kynningu á vörum frá sér og þá sér í lagi haglabyssur í Syren línunni sem eru sérsmíðaðar með konur í huga.
Því eru konur sérstaklega hvattar til að mæta og kynna sér hvað er í boði og jafnframt að kynna sér skotíþróttir eins og skeet.
Þjálfarar á staðnum sem munu leiðbeina og kynna íþróttina fyrir þeim sem áhuga hafa.
Allir velkomnir og heitt á könnuni.