Kynning á ungmennastarfi sem fór fram á Laugalandi fimmtudaginn 24. febrúar gekk mjög vel og um 20 krakkar mættu ásamt foreldrum sínum. Voru krakkarnig mjög áhugasöm en ekki síður foreldrarnir. Fengu krakkar 15 ára og eldri að skjóta úr loftbyssum, bæði loftriffli og loftskammbyssu og þau yngri fengu að nota rafútgáfuna af sömu byssum. Vakti þetta mikla lukku og þótti erfitt að hætta. Voru þarna mjög efnilegir krakkar á ferð.
Aðalfundur Skotíþróttafélagins Skyttur 2022
Kl 20:00 í félagshúsi félagsins á Geitasandi. Verður einnig á teams.
Á aðalfundi skal stjórn félagsins gefa skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári og leggja fram endurskoðaða reikninga félagsins. Auk þess eru störf aðalfundar þessi:
ATH kynningu frestað frá 17. febrúar til 24. febrúar 2022
Kynning verður á innanhúss skotíþróttum fyrir börn og unglinga (8-20 ára) í Laugalandsskóla fimmtudaginn 24. febrúar kl. 19:30.
Munum við vera með kynningu á innanhúsgreinum í skotfimi, loftriffill (AR60) og loftskammbyssu (AP60) en bæði eru ólympískar greinar og æfðar og stundaðar út um allan heim.
Byrjað er að slá upp fyrir riffillhúsinu. Hafa félagsmenn verið að mæta og taka hamarinn en tíðin hefur ekki verið uppá sitt besta. Fyrstu spýturnar eru þó komnar og eru útlínur hússins farnar að sjást. Vonandi náum við að smala saman félagsmönnum á næstu dögum og vikum til að gera klárt fyrir fyrstu steypu. Húsið verður 92 m2 og mun bjóða uppá allt að 10 skotbrautum fyrir allar helstu riffillgreinar.
Landsmót STÍ í Staðlaðri skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í Reykjavík 05.12.2021. Karl Kristinsson úr SR sigraði með 519 stig, Joseph T. Foley úr SFK varð annar með 508 stig og í þriðja sæti Magnús Ragnarsson úr SKS með 502 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit SR með 1,474 en silfrið hlaut sveit SFK með 1,446 stig.
Landsmót Stí í loftgreinum var haldið 04.12.2021 í aðstöðu Skotdeildar Keflavíkur. Alls voru 16 keppendur skráðir og einn keppandi sem keppti í báðum greinum.
Tveir keppendur frá Skyttum kepptu á Íslandsmeistaramóti í loftskammbyssu þann 6. nóvember síðastliðinn.
Magnús Ragnarsson frá Skyttum lenti í öðru sæti á mótinu með 548 stig
Óðinn Magnússon varð Íslandsmeistari í unglingaflokki karla með 447 stig. Óðinn er 15 ára og nýbyrjaður í greininni og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.
Hægt er að sjá úrslit mótsins hér: https://sti.is/wp-content/uploads/2021/11/2021-AP60-Islmot-6nov.pdf
Góð mæting var á vinnudegi/tiltektardegi laugardaginn 11. september.
Mættu um 13 manns og náðist að gera ansi mikið. Tókst að koma öllum lögnum í skurð sem þurfti að setja. Voru settar lagnir að fyrirhuguðu riffillhúsi og að fyrirhuguðum gámi við leirdúfuvöll. Var lagður rafstrengur, vatnslögn, ljósleiðar, bus strengur og svo ídráttarlög á báða staði ásamt lögn að fyrirhuguðum ljósastaur. Þetta mun tryggja að í framtíðinni verði öll mannvirkin vel tengd, og möguleikar á lýsingu svæðis. Eftir að á að ganga frá nokkrum endu og annað en loka má skurðum núna.
Vegna framkvæmda á svæðinu eru núna nokkrir opnir skurðir þar. Því skal sýna aðgát þegar komið er á svæðið. Hægt er að komast á riffillvöllinn með því að fara vestan meginn við mönina, og fylgja raflínunni fyrir völlinn. Við reynum að flýta framkvæmdum og biðjumst velvirðingar á þessu.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók prufu úr vatnsbólinu við skotsvæðið í vikunni
Bráðabirgðaniðurstaða er að það er ekki drykkjarhæft nema að sjóða vatnið.
Við viljum því biðja félagsmenn að sjóða vatnið ef þess skal neytt.
Við munum vinna með Heilbrigðiseftirlitinu í því að finna orsök og lausnir á þessu ástandi og látum ykkur vita