Fréttir

Vinna við riffillhús komin á fullt skrið

18 des 2021

Byrjað er að slá upp fyrir riffillhúsinu. Hafa félagsmenn verið að mæta og taka hamarinn en tíðin hefur ekki verið uppá sitt besta. Fyrstu spýturnar eru þó komnar og eru útlínur hússins farnar að sjást. Vonandi náum við að smala saman félagsmönnum á næstu dögum og vikum til að gera klárt fyrir fyrstu steypu. Húsið verður 92 m2 og mun bjóða uppá allt að 10 skotbrautum fyrir allar helstu riffillgreinar.

Magnús í þriðja sæti í staðlaðri skammbyssu

5 des 2021

Landsmót STÍ í Staðlaðri skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í Reykjavík 05.12.2021. Karl Kristinsson úr SR sigraði með 519 stig, Joseph T. Foley úr SFK varð annar með 508 stig og í þriðja sæti Magnús Ragnarsson úr SKS með 502 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit SR með 1,474 en silfrið hlaut sveit SFK með 1,446 stig.

Sigur á landsmóti í loftskammbyssu

4 des 2021

Landsmót Stí í loftgreinum var haldið 04.12.2021 í aðstöðu Skotdeildar Keflavíkur. Alls voru 16 keppendur skráðir og einn keppandi sem keppti í báðum greinum.

Magnús Ragnarsson loftbyssa

Góður árangur á Íslandsmóti í loftbyssu

6 nóv 2021

Tveir keppendur frá Skyttum kepptu á Íslandsmeistaramóti í loftskammbyssu þann 6. nóvember síðastliðinn.

Magnús Ragnarsson frá Skyttum lenti í öðru sæti á mótinu með 548 stig

Óðinn Magnússon varð Íslandsmeistari í unglingaflokki karla með 447 stig. Óðinn er 15 ára og nýbyrjaður í greininni og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.

Hægt er að sjá úrslit mótsins hér: https://sti.is/wp-content/uploads/2021/11/2021-AP60-Islmot-6nov.pdf

Óðinn Magnússon

Vinnudagur / Tiltektardagur 11. sept

Góð mæting var á vinnudegi/tiltektardegi laugardaginn 11. september.

Mættu um 13 manns og náðist að gera ansi mikið. Tókst að koma öllum lögnum í skurð sem þurfti að setja. Voru settar lagnir að fyrirhuguðu riffillhúsi og að fyrirhuguðum gámi við leirdúfuvöll. Var lagður rafstrengur, vatnslögn, ljósleiðar, bus strengur og svo ídráttarlög á báða staði ásamt lögn að fyrirhuguðum ljósastaur. Þetta mun tryggja að í framtíðinni verði öll mannvirkin vel tengd, og möguleikar á lýsingu svæðis. Eftir að á að ganga frá nokkrum endu og annað en loka má skurðum núna.

Framkvæmdir á svæðinu - opnir skurðir

Vegna framkvæmda á svæðinu eru núna nokkrir opnir skurðir þar. Því skal sýna aðgát þegar komið er á svæðið. Hægt er að komast á riffillvöllinn með því að fara vestan meginn við mönina, og fylgja raflínunni fyrir völlinn. Við reynum að flýta framkvæmdum og biðjumst velvirðingar á þessu.

Varðandi vatnsból á skotsvæðinu!

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók prufu úr vatnsbólinu við skotsvæðið í vikunni

Bráðabirgðaniðurstaða er að það er ekki drykkjarhæft nema að sjóða vatnið.

Við viljum því biðja félagsmenn að sjóða vatnið ef þess skal neytt.

Við munum vinna með Heilbrigðiseftirlitinu í því að finna orsök og lausnir á þessu ástandi og látum ykkur vita

Skotmörk - stál og battar

Áminning vegna skotmarka.

Á silhouettubraut félagsins voru settir upp sighterar til að skjóta á með .22LR en því miður hafa gestir á skotæfingasvæðinu skotið á það með miðkveiktum rifflum og skemmt sighterana þrátt fyrir að það hafi verið sendir út póstar og merkt að brautin sé aðeins fyrir cal .22LR standard. Þessi stálskotmörk eru ekki gerð fyrir neitt annað og nú er svo komið að þessi skotmörk eru meira og minna ónýt.

Grunnur tekinn fyrir riffillhúsi

Laugardaginn 22. maí 2021 var grunnur tekinn fyrir nýju riffillhúsi á skotæfingasvæðinu.

Er þetta stórt skref hjá félaginu til þess að bæta aðstöðu félagsmanna. Mætti nokkur fljöldi til að aðstoða og jafnframt taka til og vinna á svæðinu.

Verða skotborð og hreindýraprófspallur virkur en búast við má raski á starfssemi vallar í sumar að einhverju leyti vegna framkvæmdanna

Munum við flytja fréttir af gangi mála jafnóðum.

Skipt um kóða, viðhald leirdúfuvallar og nýtt riffillhús.

Sæl verið þið

Í dag, 1. maí verður aðgangskóða að svæðinu og félagshúsi skipt út fyrir nýjann kóða. Allir sem hafa greitt árgjöldin hafa fengið hann sendan í tölvupósti.

Enn er unnið að viðhaldi á leirdúfuvélum en við munum uppfæra stöðuna um leið og þær verða komnar í gangið.

Verið er að klára vinnu við byggingaleyfi á nýju riffillhúsi á skotsvæðinu og verður það kynnt betur á næstu dögum.

Stjórnin

Síður